139. löggjafarþing — 23. fundur,  9. nóv. 2010.

aðgerðir til að stuðla að sátt við heimilin.

141. mál
[18:17]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er ekki víst að ég fari í annað andsvar, þetta gæti orðið það eina. Ég tek undir með hv. þingmanni og ég gladdist yfir ræðu hans. Hún var mjög jákvæð og hann var ekki að haka við það sem hann kynni hugsanlega að finna að þessum tillögum, þannig að þetta gæti endað sem meðsvar. En til þess að hafa þetta ekki sem meðsvar ætla ég að spyrja hv. þingmann hvort hann deili þeim áhyggjum mínum að skattstefna núverandi ríkisstjórnar geti hugsanlega leitt þjóðina í stöðnun, áratugastöðnun þar sem fólk flytur til útlanda, þeir sem það geta. Eftir sitja svo hinir sem ekki gera farið, aldraðir og öryrkjar, og við þurfum alltaf að skattleggja meira og meira og endum í einhverjum vítahring sem er mjög skelfilegur. Ég tel að allir þingmenn eigi að vinna gegn því.