139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

uppsögn fréttamanns hjá RÚV.

[13:34]
Horfa

Sigmundur Davíð Gunnlaugsson (F):

Frú forseti. Í gær kom til umræðu í þinginu brottvikning fréttamanns af Ríkisútvarpinu. Hv. þm. Guðlaugur Þór Þórðarson gerði málið að umtalsefni og hæstv. utanríkisráðherra Össur Skarphéðinsson tók undir með hv. þingmanni, bætti raunar við þá gagnrýni sem þar kom fram og taldi vinnubrögðin algerlega óásættanleg.

Spurningin er: Er hæstv. menntamálaráðherra sammála hæstv. utanríkisráðherra um málið og telur hæstv. ráðherra ástæðu til að skýra reglur um starfsmannamál hjá Ríkisútvarpinu?