139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

88. mál
[15:50]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Nei, ég hef engar áhyggjur af því að baklandið sé að bresta fyrir þessu. Ég finn fyrir því að margir eru mun áhugasamari um þetta efni nú en var áður. Það getur vel verið að hv. þm. Ásmundur Einar Daðason verði var við eitthvað annað en það er af því að hann er í Vinstri grænum, ekki ég. Ég tel að við séum ekki í neinum ógöngum. Ég tel að við séum á góðri leið. Ég ætla að halda mig við framgangsskýrslu um íslensku samningaleiðina en ekki þá frá Króatíu.