139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

88. mál
[15:52]
Horfa

Valgerður Bjarnadóttir (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég hræðist ekki þjóðaratkvæðagreiðslu um málið. Ég er bara andvíg því að hún fari fram, það er mjög einfalt. (Gripið fram í.) Það er svo að ríkisstjórnin hefur umboð Alþingis, umboð okkar sem sitjum hér, til að halda áfram umsóknaraðildarferlinu og það er nóg fyrir mig. Ég hef stundum sagt það í gríni að árið 1992 eða 1993, þegar Norðmenn greiddu atkvæði um aðildarsamning sinn, þá hafi þeir kosið fyrir okkur. Af máli hv. þingmanns að dæma heyrist mér að Norðmenn séu enn þá mjög öflugir í afskiptum sínum af Evrópuumræðunni á Íslandi.