139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

88. mál
[15:55]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Hvers vegna telur hv. þingmaður að í 48. gr. stjórnarskrárinnar standi:

„Alþingismenn eru eingöngu bundnir við sannfæringu sína og eigi við neinar reglur frá kjósendum sínum.“

Að þessari grein, sem og allri stjórnarskránni, hefur hv. þingmaður svarið eið. Hann á ekki að fara eftir þjóðaratkvæðagreiðslunni. Hann á að fara eftir sinni eigin sannfæringu. Hún er eftir því sem ég best veit og síðast vissi að Ísland ætti heima í Evrópusambandinu.