139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

88. mál
[16:16]
Horfa

Ragnheiður Ríkharðsdóttir (S) (andsvar):

Frú forseti. Það er óvenjulegt með hv. þm. Pétur H. Blöndal að hann skuli ekki svara spurningum sem til hans er beint því að það gerði hann ekki. En mig langar að spyrja hann einnar spurningar af því að hann er ragur við þá fjármuni sem Evrópusambandið leggur hugsanlega inn til kynningar á Evrópusambandinu almennt: Á stóru skilti sem hangir uppi í Garðabæ eru íslenski fáninn og Evrópufáninn og þar undir stendur: Nei takk. — Veit hv. þingmaður hver greiðir fyrir það auglýsingaskilti?