139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

88. mál
[16:21]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hv. þingmanni stuðning við þessar tillögur. Þær má líka lesa á vef Hreyfingarinnar, hreyfingin.is. Til að taka af allan vafa þá erum við ekki sérstaklega á móti því að ríkið styrki stjórnmálaflokka. Þótt við lifum ágætu lífi án nokkurra fjárframlaga frá ríkinu þá þarf að veita fé til stjórnmálaflokka en þeir eiga ekki að vera frá fyrirtækjum og þeir eiga að greiðast út með jafnari hætti. Það er hægt að spara mikið í rekstri stjórnmálaflokka með því t.d. að takmarka áróður, t.d. banna auglýsingar í sjónvarpi, því að það er bæði áhrifamesti auglýsingamiðillinn og dýrustu auglýsingarnar. Hvernig líst þingmanninum á það?