139. löggjafarþing — 25. fundur,  11. nóv. 2010.

þjóðaratkvæðagreiðsla um aðlögunar- og viðræðuferli Íslands og Evrópusambandsins.

88. mál
[16:28]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég held að það sé þrennt sem Evrópusambandið er að sækjast eftir. Ísland er ein mesta matvælaframleiðsluþjóð í heimi á hvern íbúa. Það er engin þjóð í heimi sem framleiðir annað eins af matvælum og matvælaverð mun hækka í framtíðinni.

Ísland er mesti orkuframleiðandi í heimi á íbúa og orkubirgðir Íslands hafa eingöngu verið nýttar 30%. Það verður skortur á orku í framtíðinni. (VigH: … fossinum.) Svo kemur vatnið, ég gleymdi því það er þriðja atriðið. En fjórða atriðið, sem ég held að vegi þyngst, er bráðnun norðurheimskautsins og aðild að þeim samgönguleiðum sem þar myndast, að þær snerti Evrópusambandið og fari meira að segja í gegnum Evrópusambandið ef Ísland yrði aðili. Það held ég að vegi kannski langsamlega þyngst.