139. löggjafarþing — 27. fundur,  16. nóv. 2010.

fjármálafyrirtæki.

212. mál
[15:25]
Horfa

efnahags- og viðskiptaráðherra (Árni Páll Árnason) (Sf) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í því ákvæði sem hv. þingmaður gerði að umtalsefni er leitast við að tryggja að það sem gert hafi verið í greiðslustöðvun fyrirtækisins eftir gildistöku laga nr. 44/2009 standi óraskað. Markmiðið með því er að koma í veg fyrir að óvissa skapist um þær ráðstafanir skilanefnda og slitastjórna sem gerðar hafa verið á greiðslustöðvunartímanum, enda mjög mikilvægt að raska ekki allri þeirri vinnu sem farið hefur fram í bústjórn á þeim tíma. Skilanefndir og slitastjórnir hafa ráðist í ýmsar aðgerðir til að hámarka heimtur úr þrotabúunum sem skiptir máli að standi óraskaðar óháð þeirri breytingu sem hér er.