139. löggjafarþing — 27. fundur,  16. nóv. 2010.

skeldýrarækt.

201. mál
[16:24]
Horfa

sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra (Jón Bjarnason) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Ég vil taka undir orð hv. þingmanns um mikilvægi einstaklingsframtaksins. Það hefur raunar oft verið vandi sjálfstæðismanna að þeir hafa ruglað saman einkaframtakinu og einstaklingsframtakinu. Fátt gerist gott nema einstaklingurinn eigi þar frumkvæði og best að menn vinni saman á grundvelli samvinnuhugsjónarinnar. Einkaframtakið hefur hins vegar á ýmsan hátt borið okkur afvega, heldur betur. En þetta gerist ekki nema af kraftmiklum einstaklingum og það er bara fínt.

Ég treysti hv. þingmanni til að fylgja þessu máli vel eftir í nefndinni. Ég veit að hann þekkir þau vel frá sinni tíð í ráðuneytinu.