139. löggjafarþing — 29. fundur,  16. nóv. 2010.

landlæknir og Lýðheilsustöð.

190. mál
[19:55]
Horfa

heilbrigðisráðherra (Guðbjartur Hannesson) (Sf) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég verð að ítreka að ég get ekki svarað seinni spurningunni varðandi Lyfjastofnun og lyfjagreiðslunefndina. Það var þannig að sá starfshópur sem lagði upp var skipaður af fyrrverandi hæstv. ráðherra sem hér talaði og sá hópur skilaði þessari niðurstöðu. Það er ekki ákvörðun mín að taka þetta út úr heldur kemur þetta út úr vinnu nefndarinnar þannig að menn hafa metið það á þann veg að þetta ætti ekki saman, a.m.k. ekki í fyrstu lotu.

Varðandi húsnæðistilboðið þá er það á vegum Framkvæmdasýslunnar. Starfshópurinn mælti með því að nýta þetta húsnæði af mörgum ástæðum, ekki hvað síst vegna staðsetningar. En auðvitað verður að meta það hvað varðar kostnað áður en gengið er formlega frá því eins og ég sagði áður.