139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

svör ráðherra við fyrirspurnum.

[11:19]
Horfa

Guðlaugur Þór Þórðarson (S):

Virðulegi forseti. Þetta mál er orðið mjög alvarlegt. Virðulegur forseti nefndi að hún hefði talað við hæstv. ráðherra um að svara. Ég vil benda virðulegum forseta á að 16. nóvember, fyrir tveimur dögum, var fimm mánaða afmæli svarleysis hæstv. forsætisráðherra í máli varðandi sérfræðikostnað. Það væri mjög fróðlegt að fá það svar, sérstaklega fyrir það sem verður gert í dag og á morgun.

Í ofanálag er það svo, virðulegi forseti, að það er ekki nóg að fá svör. Ég fékk hér svar frá hæstv. félags- og tryggingamálaráðherra. Ein spurningin er skýr: Hverjir veittu Íbúðalánasjóði sérfræðiaðstoð á árunum 2000–2008? Hverjir? Ég held að enginn geti misskilið þetta nema hæstv. félags- og tryggingamálaráðherra, (Forseti hringir.) sem ákvað að svara með fullkomnum útúrsnúningi. Ef þetta væri eina dæmið, virðulegi forseti, værum við í góðum málum, (Forseti hringir.) en því miður er það ekki þannig.