139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

ríkisábyrgðir.

187. mál
[14:12]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Samkvæmt 40. gr. stjórnarskrárinnar stendur, með leyfi frú forseta, ég les það aftur, ég las það reyndar áðan:

„Ekki má heldur taka lán, er skuldbindi ríkið, né selja eða með öðru móti láta af hendi neina af fasteignum landsins né afnotarétt þeirra nema samkvæmt lagaheimild.“

Ég spyr þá aftur: Hvar er lagaheimild til að tryggja innstæður á Íslandi? Ég man ekki eftir þeirri lagaheimild, ég hef leitað að henni. Ég spyr hvort pólitíska stefnumörkunin felist í nokkru öðru en því að viðkomandi persóna beri ábyrgð?