139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

200. mál
[15:29]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Já, ég ber þessa spurningu fram ekki síst vegna þess að í nýrri skýrslu OECD sem mér skilst að hafi verið birt í dag er gert ráð fyrir að hagvöxtur á næsta ári verði 1,5% en ekki 3,2% eins og fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir. Það er auðvitað umtalsverður munur. Þetta eru miklar stærðir þannig að þarna er um að ræða verulegan mun.

Ég er að velta fyrir mér hvort hæstv. fjármálaráðherra sé búinn að gera það upp við sig, eða hæstv. ríkisstjórn, og muni þá leggja til að ríkissjóður verði rekinn með meiri halla en fjárlagafrumvarpið gerir ráð fyrir, hvort skattaliðirnir verði hækkaðir eða hvort niðurskurðarliðirnir verði hækkaðir.