139. löggjafarþing — 31. fundur,  18. nóv. 2010.

ráðstafanir í ríkisfjármálum.

200. mál
[16:06]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Mér er auðvitað ljóst eins og hv. þm. Helga Hjörvar að þær skattahækkanir sem hér er verið að leggja til eru ekki miklar í samanburði við þær skattahækkanir sem samþykktar voru á síðasta ári, en þetta er viðbót, þetta leggst ofan á það sem þá var ákveðið. Það er ekki um það að ræða að þetta komi í staðinn fyrir þær, þetta bætist bara ofan á. Það er verið að auka þyngdina á hlassinu enn frekar. Það er það sem vekur áhyggjur í þessu og því finnst mér, og ég kem nánar inn á það í ræðu á eftir, að það verði að skoða þær skattbreytingar sem ákveðnar hafa verið á undanförnu einu og hálfu ári heildstætt en ekki bara þann hluta sem við ræðum núna.

Hins vegar velti ég fyrir mér hvort hv. þingmaður hafi einhverja skoðun á því hvernig við eigum að fara að því sem stjórnvöld eða Alþingi að ýta undir það að hjólin fari í gang, ýta undir það að atvinnulífið fari aftur (Forseti hringir.) á hreyfingu. Hefur hann skoðun á því?