139. löggjafarþing — 32. fundur,  22. nóv. 2010.

Lánasjóður íslenskra námsmanna og ófjárráða háskólanemar.

169. mál
[16:55]
Horfa

Eygló Harðardóttir (F):

Virðulegi forseti. Ég þakka fyrirspyrjanda fyrirspurnina og ráðherra svörin. Það kemur fram í svörum ráðherra að það er greinileg viðleitni til þess að koma til móts við hópinn sem fer hraðar í gegnum skólakerfið. Það er gott.

Það sem ég vildi koma á framfæri í þessum stutta athugasemdatíma varðar almennt stefnumörkun um það hvernig ráðherranum hugnast að taka upp hugmyndir sem forveri hennar í embætti hafði um að stytta nám til stúdentsprófs. Hvernig sér hún fyrir sér að það gæti tengst jöfnunarsjóðnum þannig að við sæjum fleiri fara í gegnum framhaldsskólann á styttri tíma og fyrr í háskólanám? Ég held að það sé nauðsynlegt að við skoðum þetta heildstætt. Að mínu mati skiptir máli að við (Forseti hringir.) færum framhaldsskólakerfið meira í samræmi við það sem þekkist á Norðurlöndunum.