139. löggjafarþing — 32. fundur,  22. nóv. 2010.

öryggi á þjóðvegi 1 undir Eyjafjöllum.

171. mál
[17:19]
Horfa

Árni Johnsen (S):

Virðulegi forseti. Það sem þarf að gera í rauninni strax á svæðinu er að taka saman úttekt á því hvað Vegagerðin og Landgræðslan leggja til í lagfæringu á varnargörðum við Markarfljót. Það er lykilatriði. Það þarf líka að huga vel að Svaðbælisá og öðrum ám sem hafa fengið óvæntan aurskammt í heimsókn og ekki flýtur áin ofan á, hún fer alltaf undir. Þessu þarf að huga vel að eins og hæstv. ráðherra benti sjálfur á. En það þarf að samræma þessar aðgerðir meira en gert hefur verið.

Varðandi dýpkunarframkvæmdir við Landeyjahöfn þá er málið tiltölulega einfalt. Höfnin var hönnuð eins og pylsubrauð en það er alltaf verið að troða bjúgu í pylsubrauðið, allt of stóru skipi, of djúpristu og of hásigldu. (Forseti hringir.) Þetta er nokkuð sem verður að taka tillit til þegar skoðað er að fá alvörutæki til að sinna þessum (Forseti hringir.) breytingum sem hafa orðið á svæðinu.

Virðulegi forseti. Þegar maður svarar á einni mínútu tveimur fyrirspurnum (Forseti hringir.) er lágmark að tekið sé tillit til þess.