139. löggjafarþing — 32. fundur,  22. nóv. 2010.

dýpkunarframkvæmdir í Landeyjahöfn.

172. mál
[17:33]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég verð að viðurkenna að ég horfi á þessi tíðindi úr Landeyjahöfn eins og barn og spyr mig að því hvort viðbrögð ráðherra, verkfræðinganna, þingmanna kjördæmisins og heimamanna í Vestmannaeyjum stafi hugsanlega af því að þeir neiti að trúa því sem aðra rennir í grun, að framkvæmdin sé misheppnuð hvað sem hún kostaði og hversu gæfulegt og glatt var í Vestmannaeyjum þegar höfnin opnaði. Hvort hér sé ekki um tímabundin vandræði að ræða heldur langtímavandræði sem nú eigi að leysa á kostnað skattborgaranna til langs tíma, og leysa með því að færa til heila á, færa til ósa heillar ár sem ekki er aðeins jökulá heldur líka jökulá á eldfjallasvæði sem ég efast um að kæmist með nokkrum hætti í gegnum umhverfismat.