139. löggjafarþing — 33. fundur,  23. nóv. 2010.

virðisaukaskattur.

208. mál
[17:59]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég vildi koma í örstutt andsvar við hæstv. fjármálaráðherra, er hér móð og másandi eftir að hafa hlaupið frá skrifstofu minni. Ég ætlaði að nota tækifærið fyrst verið er að breyta lögum um virðisaukaskatt. Eins og ég skil þetta ef horft er til gagnaversmálanna, sem við höfum átt orðastað um áður, er þá ekki rétt skilið hjá mér að með þessu frumvarpi sé verið að leysa annan þátt þess máls? Því vildi ég spyrja hæstv. fjármálaráðherra: Hvað líður hinum þættinum? Hvenær megum við eiga von á að málið leysist allt saman farsællega?