139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

dómstólar.

246. mál
[17:00]
Horfa

Einar K. Guðfinnsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Það kæmi mér afskaplega mikið á óvart ef fjölgun dómara í Hæstarétti um þrjá nægði til að bregðast við því mikla álagi sem annars vegar verður vegna þeirra mála sem eru yfirvofandi og öllum er ljóst að munu rata inn fyrir veggi Hæstaréttar innan tíðar og hins vegar þegar fimm af reyndustu dómurum Hæstaréttar verða önnum kafnir í kjölfar þess að landsdómur kemur saman. Ég held að það sé ekki ráð nema í sé tíma tekið af hæstv. ráðherra að skoða af mikilli alvöru að bregðast fljótlega við til að tryggja að vinnuálagið í Hæstarétt sæki ekki í sama farið aftur. Við verðum að búa vel að dómstólunum, sérstaklega á þessum háskalegum tímum, í ljósi þess að landsdómur kemur nú saman þar sem fimm af reyndustu dómurunum taka sæti.