139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

dómstólar.

246. mál
[17:01]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Það má vel vera að hv. þm. Einar K. Guðfinnsson reynist sannspár en við byggjum þetta lagafrumvarp á tillögum Hæstaréttar, þær koma frá dómskerfinu. Hvað síðar verður vitum við hreinlega ekki. Fjöldinn allur af málum er í rannsókn núna, ýmislegt tengist fjármálahruninu og verður svo um hríð, og munu málin væntanlega koma fyrir dómstólana eftir því sem líður á komandi ár með vaxandi þunga. Föst stærð í þessu er náttúrlega landsdómur eins og hv. þingmaður nefnir en við förum fyrst og fremst að þeim tillögum sem okkur berast frá dómskerfinu. Við göngum ekki hraðar en svo að samræmi sé við þær tillögur.