139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

dómstólar.

246. mál
[17:06]
Horfa

Vigdís Hauksdóttir (F) (andsvar):

Virðulegi forseti. Í upphafi vil ég fagna því að tekið sé tillit til þeirrar vinnu sem nú liggur fyrir, því að svo mátti skilja á framsöguræðu hæstv. dómsmálaráðherra að verið væri að skipa enn eina nefndina af þessari ríkisstjórn, verklausu ríkisstjórn, til að salta málin í. Það dugar mér ekki sem stendur hér í frumvarpinu, með leyfi forseta:

„Frumvarp vegna hækkunar gjaldanna er í undirbúningi og verður lagt fram fljótlega.“

Ég var að benda á þetta. Þetta er matskennt, það liggur ekki fyrir hér hvernig á að skipta þessum gæðum sem verið er að búa til þó að stefnufjárhæð sé skilgreind með einhverjum hætti. Svona lagað á að vera fylgiskjal með frumvörpum þannig að þingmenn viti um hvað þeir eru að ræða og fyrst og fremst hvað þeir eru að samþykkja.

Ég hvet hæstv. dómsmálaráðherra til þess að vanda sína vinnu í dómsmálaráðuneytinu því að svona ambögur og svona misskilningur getur orðið að stórmáli. Ég minni jafnframt á að það að setja einhverja upphæð svona á (Forseti hringir.) er brot á jafnræðisreglu. Það sitja ekki allir við sama borð.