139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

landsdómur.

247. mál
[17:14]
Horfa

Sigurður Kári Kristjánsson (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég ætla að geyma mér það að fjalla efnislega um þetta frumvarp og byrja á því að spyrja hæstv. ráðherra, úr því að það kemur fram í upphafi athugasemda við lagafrumvarpið að það sé samið í dómsmála- og mannréttindaráðuneytinu og byggist á tillögum sem forseti landsdóms sendi ráðuneytinu með bréfi, dags. 21. október 2010, hvort einhverjir fleiri hafi staðið að tillögugerð sem leiddi til þess að þetta frumvarp var lagt fram eða unnið að samningu þess. Þá á ég sérstaklega við þann einstakling sem var kjörinn saksóknari Alþingis. Mig langar til að fá að vita hvort saksóknari Alþingis eða einhver á hennar vegum hafi komið að frumvarpsgerðinni (Forseti hringir.) sjálfri. Ég óska eftir skýrum svörum við þessari spurningu.