139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

landsdómur.

247. mál
[17:16]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Eins og ég get um hér eru tildrög þess að málið er komið í frumvarpsform þau að við fengum ábendingar frá forseta landsdóms. Að öðru leyti er frumvarpið samið í dómsmálaráðuneytinu, en samkvæmt þeim upplýsingum sem ég hef aflað mér mun ein grein lagafrumvarpsins hafa verið borin undir saksóknara. Að öðru leyti, að því er ég best veit, hefur þetta frumvarp verið algjörlega samið í dómsmálaráðuneytinu.

Ég vek athygli á einu. Nú er frumvarpið komið til kasta Alþingis sem fjallar um það og kemur til með að ákveða hvernig Alþingi afgreiðir það sem lög. Hér er ég að skjóta því til umfjöllunar á Alþingi. Ég gat um það í lokaorðum mínum að það mundi eflaust fá góða skoðun og umfjöllun í allsherjarnefnd Alþingis og nú er það Alþingis (Forseti hringir.) að ákveða hvernig með þetta skuli farið. Ég varaði við því að menn færu að gera tortryggilega tilurð þess að það er komið fram í þessu formi. Nú er það Alþingis að taka ákvörðun í málinu. (Gripið fram í: En það er bara ekki …)