139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

landsdómur.

247. mál
[17:21]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég geri grein fyrir því í frumvarpi sem ég legg fyrir Alþingi. Ég hef orðið var við að mér er legið á hálsi fyrir að hafa ekki tekið þátt í umræðu um málið. Ég tók afstöðu til málsins með atkvæði mínu við afgreiðslu þess og tek ábyrgð á því, að sjálfsögðu. Annars vegar er mér legið á hálsi fyrir að hafa ekki tekið þátt í umræðunni og hins vegar eru uppi ásakanir um að ég hafi haft skoðun á málinu. Það sem ég er að gera hér sem dómsmálaráðherra er að leggja fyrir Alþingi tillögu að breytingum á lögum um landsdóm og ég vona að Alþingi rísi undir þeirri ábyrgð sinni og skyldum að taka þetta frumvarp til málefnalegrar umfjöllunar og afgreiðslu.