139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

landsdómur.

247. mál
[17:23]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég ráðlegg hv. þingmanni að fletta upp í gögnum um málið, þeim gögnum sem greidd voru atkvæði um á sínum tíma. Það eru ekki réttarhöld sem hér fara fram, hv. þingmaður, hér er verið að kynna til sögunnar frumvarp sem verið er að skjóta til Alþingis (SKK: Það er enginn að skjóta neinn hér.) og það er Alþingi sem — (Gripið fram í.) sem er verið að leggja fyrir Alþingi, en Sjálfstæðisflokkurinn er að reyna að snúa umræðu um þetta mál upp í pólitísk réttarhöld. (REÁ: Æ, nei, Ögmundur.) Það eru þau ekki. (SKK: Hvað gerðir þú?)