139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

landsdómur.

247. mál
[17:30]
Horfa

dómsmála- og mannréttindaráðherra (Ögmundur Jónasson) (Vg) (andsvar):

Hæstv. forseti. Ég vil leitast við að svara þeim spurningum sem snúa að embætti mínu sem dómsmálaráðherra. (SKK: Og mannréttindaráðherra.) Og mannréttindaráðherra. (Gripið fram í.) Það var spurt um lagabreytingar, nauðsyn þeirra og fullyrðingar sem hafi verið uppi í rannsóknarnefnd Alþingis um að ekki væri þörf á slíkum breytingum. Rannsóknarnefnd Alþingis var ekki og er ekki óskeikul. Ef það reyndist rangt mat hjá henni breytum við því. Á sama hátt var rannsóknarnefnd Alþingis ekki að fella dóm. Það er landsdómur sem er kallaður saman til að fara yfir öll málsgögn og það er landsdómur sem kveður upp dóminn. Hafi þetta mat verið sett fram og það síðan reynst ekki rétt breytum við því. Það er það sem við erum að gera. En dómsmálaráðherrann gerir það ekki, eða dómsmálaráðuneytið gerir það ekki eitt þó að það leiti sér ráðgjafar eða fái ábendingar um slíkt. Það er Alþingi sem gerir þetta. (Gripið fram í.) Það er þingsins og þá hlær náttúrlega varaformaður Sjálfstæðisflokksins óskaplega hátt, (Forseti hringir.) þegar talað er um ábyrgð Alþingis og ábyrgð alþingismanna. (PHB: Og ábyrgð allra.)