139. löggjafarþing — 34. fundur,  24. nóv. 2010.

landsdómur.

247. mál
[18:03]
Horfa

Bjarni Benediktsson (S) (um fundarstjórn):

Frú forseti. Þetta verður mér ekki tilefni til langrar ræðu eða mikilla og langra orðaskipta við hv. þingmann, en staðreyndin er sú að ég bar upp spurningu mína í minni fyrri ræðu hér og hv. þingmaður hafði því öll færi á að svara henni. Hafi hann talið að einhver ný spurning kæmi fram hjá mér í síðara svari við andsvari hefði hann kannski getað notað ræðuna sem hann var að ljúka við núna og laumað svarinu með þar.