139. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2010.

fundarstjórn.

[11:54]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S):

Frú forseti. Ég ætla einmitt að ræða um fundarstjórn forseta. Ítrekað hefur komið fram á undanförnum mánuðum og missirum að ráðherrar svari ekki þingmönnum, hvorki munnlega né skriflega. Það eru sannanir fyrir því í skriflegum svörum að ráðherra hafi ekki svarað. Ég skora á hæstv. forseta að koma því til forsætisnefndar Alþingis að á því verði ráðin bót og ráðherrar verði látnir svara.