139. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[15:40]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Í fjáraukalögum er tekið á þeim óvæntu útgjöldum eða tekjum sem ríkissjóður hefur eða afleiðingu af nýrri lagasetningu. Þau eiga að taka á því.

Þann 6. febrúar sl. ákvað íslenska þjóðin að taka úr gildi lög sem höfðu verið samþykkt á Alþingi hinn 30. desember um Icesave. Við það hefði átt að lækka skuldsetning ríkissjóðs, lán sem búið var að taka með lögum upp á 700 milljarða kr. Við það hefðu átt að minnka gjöld ríkissjóðs vegna vaxta af þessu sama láni upp á 40 milljarða kr. Af hverju í ósköpunum minnist hv. þingmaður ekkert á þetta?