139. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2010.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 37/2010 um breyt. á XXII. viðauka við EES-samninginn.

235. mál
[17:49]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegi forseti. Ég ætla ekki að lengja þessa umræðu. Ég fann mig knúna til að koma í ræðustól, af því hæstv. ráðherra hafði orð á því að ég væri orðin svo jákvæð, að fagna því að komið sé fram mál sem leiðir til þess að dregið verði úr stjórnsýslubyrðum. Þetta er svo ferskur andblær inn í þennan sal að ég gat ekki orða bundist. Mér þykir verst að eiga ekki lengur sæti í hv. viðskiptanefnd. Þegar ég átti þar sæti snerust öll mál um að herða reglur, lengja viðurlög og hækka og beita sektum. Allt sem snýr að því að draga úr stjórnsýslubyrðum hlýtur að vera jákvætt.