139. löggjafarþing — 35. fundur,  25. nóv. 2010.

ákvörðun EES-nefndarinnar nr. 55/2010 um breyt. á XX. viðauka við EES-samninginn.

236. mál
[18:07]
Horfa

utanríkisráðherra (Össur Skarphéðinsson) (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Við höfum verið sammála um svo furðulega margt, ég og hv. þingmaður, að þetta er sennilega orðinn með undarlegri dögum í mínu lífi. Hv. þingmaður lýsir því skorinort yfir, og ég geri engar athugasemdir við það, að hún telji að hagsmunum Íslands sé betur borgið utan Evrópusambandsins. Ég er algjörlega annarrar skoðunar.

Getum við þá orðið sammála um að fara þá leið sem hv. þm. Margrét Tryggvadóttir hefur lýst yfir að hún telji rétta, þ.e. að ég eða hv. þingmaður séum ekkert að deila um hvort er betra? Látum bara þjóðina klára það mál.