139. löggjafarþing — 36. fundur,  29. nóv. 2010.

hækkun vaxtaálags á fyrirtæki.

[15:26]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S):

Virðulegi forseti. Hæstv. efnahagsráðherra, þetta var kannski ekki alveg það sem ég spurði um. Þetta er allt saman satt og rétt sem hæstv. ráðherra rakti en ég var að spyrja beint hvort metin hefðu verið áhrif af því að verið væri að hækka vexti á þau fyrirtæki sem hafa hingað til staðið í skilum í bankakerfinu, sem mun hugsanlega leiða út í gjaldþrot þessara fyrirtækja eða a.m.k. þarf að afskrifa hluta skulda þeirra þrátt fyrir að það hefði ekki þurft ef vaxtakjörin hefðu verið eins og þau ættu eðlilega að vera.

Þetta er ekki vegna fjármögnunarkostnaðar. Bankarnir eru ekki að fjármagna sig erlendis. En til að gera þetta enn þá skýrara: Hvað ætlar hæstv. (Forseti hringir.) efnahags- og viðskiptaráðherra að gera til að koma í veg fyrir að fjármálastofnanir níðist svona á litlum og meðalstórum fyrirtækjum?