139. löggjafarþing — 36. fundur,  29. nóv. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[15:40]
Horfa

Höskuldur Þórhallsson (F) (um atkvæðagreiðslu):

Virðulegi forseti. Hér koma til atkvæða breytingartillögur um fjáraukalög fyrir árið 2010. Því miður hafa komið fram fjölmörg dæmi um að ráðherrar hafi gert samkomulag eða gefið út yfirlýsingar sem fela í sér útgjaldaskuldbindingar án þess að ráð hafi verið gert fyrir þeim í fjárheimildum fjárlaga. Þetta er því miður þvert gegn eigin fyrirmælum ríkisstjórnarinnar sem birtast í langtímaáætlun um jöfnuð í ríkisfjármálum fyrir árin 2009–2013. Sá sem hér stendur harmar að ríkisstjórnin skuli ekki vera komin lengra á veg við að breyta starfinu og koma á meiri aga í ríkisfjármálum.

Þingflokkur Framsóknarflokksins mun sitja hjá (Forseti hringir.) við þessa atkvæðagreiðslu í heild sinni.