139. löggjafarþing — 38. fundur,  29. nóv. 2010.

greiðsluaðlögun einstaklinga o.fl.

152. mál
[17:36]
Horfa

Helgi Hjörvar (Sf) (andsvar):

Virðulegur forseti. Ég þakka hv. þingmanni fyrir svarið. Ég vona að það sé rétt metið hjá hv. þingmanni að ekki séu nema fimm þúsund fjölskyldur eða heimili í landinu í verulegum greiðsluerfiðleikum. Ég hefði talið ástæðu til að hafa áhyggjur af því að þær væru enn fleiri.

Nú er rétt að verða hálft ár síðan við samþykktum síðustu úrbætur á þessu úrræði. Það er þá ástæða til að spyrja hversu margir hafa komist í gegnum það síðan það var, á þessu hálfa ári. Hversu langan tíma telur hv. þingmaður að það muni taka að koma þó ekki væri nema þessum fimm þúsund heimilum í gegnum úrræðin?