139. löggjafarþing — 40. fundur,  30. nóv. 2010.

stjórn vatnamála.

298. mál
[17:10]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Frú forseti. Að því er varðar spurningar hv. þingmanns er það að segja að innleiðing þessarar tilskipunar útheimtir töluvert utanumhald og skipulagningu og þar með töluverðan kostnað, eins og þingmaðurinn bendir réttilega á. Þetta er grundvallarlöggjöf í umhverfisrétti að halda utan um og sinna vatnsvernd. Það er iðulega svo að á tyllidögum tölum við um mikilvægi vatns, það útheimtir líka kostnað og þá er rétt að gera það með þessum hætti, það er mín sannfæring. Jafnframt að kostnaðurinn sé fyrst og fremst á herðum þeirra sem auðlindina nota og hennar njóta, sem eru í þessu tilviki fyrirtækin, en það verður, eins og kom fram í framsögu minni, unnið í góðu samráði.