139. löggjafarþing — 40. fundur,  30. nóv. 2010.

stjórn vatnamála.

298. mál
[17:17]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Samkvæmt gildandi reglugerð eiga sveitarfélögin nú þegar að flokka vatn þannig að hér er ekki að verða til nýtt verkefni. (SIJ: Hvernig eiga þau að gera það?) Það er ætlast til þess að verkefninu sé haldið áfram en að það sé gert undir merkjum vatnatilskipunarinnar og inni í því kerfi sem kynnt er til sögunnar í frumvarpinu.

Ég vænti þess að sveitarfélögin verði okkur samferða og ég hef enga ástæðu til annars en að ætla að vilji sé til þess hjá þeim að halda vel utan um þessa auðlind rétt eins og aðrar.