139. löggjafarþing — 40. fundur,  30. nóv. 2010.

stjórn vatnamála.

298. mál
[17:18]
Horfa

Íris Róbertsdóttir (S) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir framsöguna. Hæstv. ráðherra nefndi að verið væri að skoða gjaldtöku á atvinnurekstur sem nýtir vatnsauðlindina og nefndi m.a. landbúnað og matvælaframleiðendur. Er í rauninni ekki búið að ákveða aukna gjaldtöku á þann atvinnurekstur sem fellur undir skilgreininguna í frumvarpinu? Í umsögn fjármálaráðuneytis er sagt að eftir 2013 verði allur kostnaður við framkvæmd vatnatilskipunarinnar að stærstum hluta greiddur með gjaldtöku sem verið er að undirbúa í frumvarpinu. En hæstv. umhverfisráðherra sagði að verið væri að skoða auknar gjaldtökur. Þetta eru framleiðslugreinar og ég held þær hafi alveg nóg með sitt.