139. löggjafarþing — 40. fundur,  30. nóv. 2010.

stjórn vatnamála.

298. mál
[17:19]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Það er rétt, í kostnaðarmati fjármálaráðuneytisins er gert ráð fyrir að þetta verði með þessum hætti eftir tvö ár. Ég vil árétta í svari mínu að útfærslan á því er öll eftir. Samráðið og niðurstaðan er jafnframt öll eftir.

Ég geri ráð fyrir því að hv. umhverfisnefnd muni fjalla um þennan þátt málsins. Það er alveg ljóst að það er í anda meginreglna umhverfisréttar að þeir sem nýta auðlindina greiði fyrir þau afnot. Það er mun eðlilegra að gera það með þeim hætti heldur en að lagt sé flatt á alla skattgreiðendur.