139. löggjafarþing — 40. fundur,  30. nóv. 2010.

stjórn vatnamála.

298. mál
[17:21]
Horfa

Birgir Ármannsson (S) (andsvar):

Hæstv. forseti. Málið sem hér liggur fyrir er ekki nýtt af nálinni heldur var nokkuð til umræðu á þingi síðastliðið vor. Nú erum við í þeirri stöðu að örfáir þingdagar eru eftir fram til áramóta ef starfsáætlun þingsins á að gilda. Ég held ég fari rétt með að það séu um sjö dagar sem áætlað er að þingfundir standi. Nú ætla ég ekki að segja að þingið hafi verið aðgerðalaust undanfarna tvo mánuði, svo hefur ekki verið. En ég spyr hins vegar hæstv. umhverfisráðherra hvort ekki hefði verið betra að koma með málið fyrr inn í þingið núna í haust frekar en að koma með það núna þegar þessi önn í þinginu er svo til að klárast, vitandi það að hið háa Evrópusamband og útstöðvar þess ýta á eftir því að (Forseti hringir.) málið sé klárað af Íslands hálfu?