139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

tekjuskattur.

300. mál
[18:47]
Horfa

Pétur H. Blöndal (S) (andsvar):

Frú forseti. Ég þakka hæstv. ráðherra fyrir svarið. Það gefur nefndinni þá færi á því að taka upp einhverja heildstæða og rökræna stefnu í þessu vegna þess að þessi lausn er ekki rökrétt. Hún er takmörkuð, hún á bara við um sjúkdómatryggingar — en hvað með allar aðrar tryggingar? Ég á sæti í efnahags- og skattanefnd sem fær þetta til umfjöllunar og ég mun leggja mikla áherslu á að þetta verði gert þannig að í því sé einhver rökhugsun.