139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

tekjuskattur.

300. mál
[18:52]
Horfa

umhverfisráðherra (Svandís Svavarsdóttir) (Vg) (andsvar):

Virðulegur forseti. Mér þykir verra að eiga þessi orðaskipti við hv. þm. Ragnheiði E. Árnadóttur af því að hér erum við í raun og veru að tala um formsatriði máls en ekki það að fram fór samningafundur, að því er mér skilst, milli þingflokksformanna um að greiða fyrir þessu tiltekna máli. Ég taldi að þeir samningar hefðu farið fram af drengskap á alla kanta og þætti mér verra að það yrði frágangssök hv. þingflokks sjálfstæðismanna að þetta er sett fram á þann veg að við skiptum með okkur verkum, ég og fjármálaráðherra.