139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

tekjuskattur.

300. mál
[18:59]
Horfa

Tryggvi Þór Herbertsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Þetta er náttúrlega með endemum. Nú eru sléttar 45 mínútur frá því að skrifað var undir á Bessastöðum þar sem þetta frumvarp var samþykkt og því dreift í þinginu. Þetta er frumvarp sem telur 38 blaðsíður og er í 58 greinum. Með fullri virðingu fyrir hæstv. umhverfisráðherra er engan veginn hægt að ætlast til þess að umræður við hana um þetta mál verði af einhverju viti.

Við í stjórnarandstöðu erum búin að greiða fyrir þingstörfum með því að setja þetta mál á dagskrá þrátt fyrir þá annmarka sem ég talaði um hérna áðan. Það er forkastanlegt og vanvirðing við þingið að hæstv. fjármálaráðherra rjúki á stjórnmálafund norður í land eftir að við í stjórnarandstöðunni erum búin að greiða svona fyrir. Við eigum að fresta umræðunni.