139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

tekjuskattur.

300. mál
[19:13]
Horfa

Jón Gunnarsson (S) (um fundarstjórn):

Virðulegi forseti. Það hafa verið færð fyrir því góð rök og gild að fresta eigi umræðunni í ljósi aðstæðna. Það er vert að geta þess við athugasemdir sem hér eru gerðar og umræðu um þær að sennilega á enginn þingmaður á undanförnum árum eins stóran bunka af ræðum þar sem hann hefur gagnrýnt að ráðherrar séu ekki viðstaddir og kallað eftir þeim, annar en hæstv. fjármálaráðherra. Hér brýtur hann blað með aðgerðum sínum eða aðgerðaleysi og framkomu gagnvart þinginu. Ég vil hvetja hæstv. forseta í ljósi þess hversu margir þingmenn hafa farið upp gert við þetta athugasemdir og komið með óskir um að málinu verði frestað, að fara eftir því. Það er alveg lágmark, virðulegi forseti, að hlustað sé á okkur sem hér tölum. Hér er vart öðrum þingmönnum til að tjalda en hafa tekið til máls. Það eru örfáir stjórnarþingmenn í salnum. Það var líka þannig við atkvæðagreiðsluna um að (Forseti hringir.) veita afbrigði, þá voru örfáir þingmenn stjórnarflokkanna í salnum. Það vorum við þingmenn stjórnarandstöðunnar sem greiddum þessu leið.