139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

tekjuskattur.

300. mál
[20:06]
Horfa

Sigríður Ingibjörg Ingadóttir (Sf) (andsvar):

Frú forseti. Ég gat ekki greint að hv. þingmaður væri beinlínis að spyrja mig spurninga en ég þakka honum fyrir upplýsandi umræðu. Ég tel að við þurfum við að fara ítarlega í þessa umræðu í efnahags- og skattanefnd þangað sem frumvarpið fer væntanlega. Við þurfum að fara yfir allar þessar upplýsingar og kanna hvernig við getum tryggt jafnræði fólks á vinnumarkaði eða sjálfstæðra atvinnurekenda þannig að fólki sé ekki mismunað eftir því hvaða réttindi það á í almennum samtryggingakerfum eða hvort það neyðist til eða tekur ákvörðun um að kaupa sér tryggingu á einkamarkaði.