139. löggjafarþing — 41. fundur,  30. nóv. 2010.

fundarstjórn.

[20:55]
Horfa

Mörður Árnason (Sf):

Forseti. Ég er ánægður að heyra í hv. þm. Birgi Ármannssyni, sem hefur átt við okkur önnur í umhverfisnefndinni mjög gott samstarf um þetta mál, og stóðu vonir til þess að það gæti haldið áfram milli 2. umr. og 3. umr. í vikunni. Hann segist ekkert vita um þetta mál. Mínar heimildir eru þær að þingflokksformaður sjálfstæðismanna, hv. þm. Ragnheiður E. Árnadóttir, hafi neitað bón um að þessi mál kæmust á dagskrá hér á eftir þegar búið væri að afgreiða stjórnarfrumvörpin, annað rætt og hitt órætt, að hv. þingmaður hafi neitað þeirri bón.

Ég spyr: Hvað kemur þessum þingmanni til þess að leggjast á móti þessu máli? Hvað vissi hún um þau frumvörp sem hér voru fram lögð og í hvers þágu er það að hún beiti sér hér gegn þeim með þeim hætti?