139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

afsökunarbeiðni Samfylkingarinnar.

[15:26]
Horfa

Margrét Tryggvadóttir (Hr):

Forseti. Mig langar að þakka forsætisráðherra, Jóhönnu Sigurðardóttur, fyrir að hafa beðið þjóðina afsökunar fyrir hönd Samfylkingarinnar á fundi um helgina. (TÞH: Fyrir að hafa verið í stjórn með Sjálfstæðisflokknum?) Eins ólíklega og það hljómar virðist það ekki vera sjálfsagður hlutur fyrir þá sem áttu hlut að máli í aðdraganda hrunsins. Menn hafa beðið flokkinn sinn afsökunar, kjósendur sína, hluthafa í bönkunum, kröfuhafa — en enginn hefur beðið þjóðina afsökunar. Og menn hafa jafnvel tekið það fram að þeir biðji þjóðina ekki afsökunar. Mér þótti vænt um þetta og ég vil bara koma því á framfæri.