139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

nýr Icesave-samningur.

[15:48]
Horfa

Ragnheiður E. Árnadóttir (S):

Virðulegur forseti. Ég ítreka þessa kröfu okkar, sem áður var ósk, um að haldnir verði fundir í bæði fjárlaganefnd og utanríkismálanefnd vegna þess að þrátt fyrir að þetta umræðuefni hafi verið til umfjöllunar í nánast hverri einustu fyrirspurn í óundirbúnum fyrirspurnatímum eins og þeim sem rétt var að líða er það ekki fyrr en hæstv. efnahags- og viðskiptaráðherra kveður sér hljóðs undir liðnum um fundarstjórn forseta sem við fáum að vita hvað er í gangi í málinu. 7. desember er ekki lengur sú heilaga dagsetning sem okkur hefur verið gefið í skyn að væri þannig að þetta þykja mér mikil tíðindi og ég óska svo sannarlega eftir því að við fáum að funda hér í þessum nefndum til að allir þingmenn séu þá á sömu blaðsíðunni um þetta mál.