139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[22:27]
Horfa

Björn Valur Gíslason (Vg) (andsvar):

Virðulegi forseti. Ég veit ekki hvort ég á að endurtaka svar mitt en hv. þm. Ásbjörn Óttarsson er ekki sáttur við að ég sé sannfærður um að vel sé farið með þetta mál í dag. Ég er ekkert einn um það. Ég vitnaði í skýrslu Ríkisendurskoðunar, í fundi fjárlaganefndar og ég vitnaði um samstöðuna sem var með þeim gestum sem til okkar komu um að rétt væri að fara með málið eins og gert er í dag og að uppruna þess mætti rekja til ársins 2005 þegar mistökin voru gerð eins og segir í öllum gögnum. Ég þarf ekki að lesa þau upp aftur, þau eru aðgengileg í gögnum fjárlaganefndar, á vef Ríkisendurskoðunar og alls staðar þar sem menn vilja bera sig eftir þeim. Tíðarandinn var svona á þessum tíma, farið var með opinbert fé af hirðuleysi og því fór sem fór.