139. löggjafarþing — 42. fundur,  6. des. 2010.

fjáraukalög 2010.

76. mál
[22:39]
Horfa

Sigurður Ingi Jóhannsson (F) (andsvar):

Herra forseti. Mig langaði að nýta þessa síðustu mínútu sem ég hef til þess að ræða aðeins vinnubrögðin.

Hv. þingmaður ræddi mjög gjarnan í upphafi síns máls um að þetta hefði allt legið fyrir og öllum hefði átt að vera það ljóst, ekki síst fjárlaganefndarmönnum og jafnvel þingmönnum öllum. Því vakti það mikla furðu mína af hverju í ósköpunum þetta væri þá ekki búið að vera í ríkisreikningi og til að mynda í fjárlögum fyrir 2010, hafi þetta legið fyrir 2008. Ef einhver eðlileg rök hafa verið í því máli spyr maður af hverju í ósköpunum þetta hafi komið inn á síðustu stundu, rétt fyrir 3. umr., af hverju það hafi ekki legið fyrir við upphaf fjáraukalagaumræðunnar. Ég held að það hefði verið miklu meiri mannsbragur á því, sérstaklega ef það er þannig, eins og hv. þm. vill vera láta, að öll mistök fortíðar séu gleymd og grafin og þeir sem nú stjórna geri engin mistök.